+ ALVICAN

Alvican eftirlitskerfi

Heimastoð er rafrænt eftirlitskerfi sem vaktar margskonar skynjara á heimilinu, t.d. vatns- og rafmagnsnotkun, viðveru og umgang. Gervigreind metur gögnin og sendir boð til umönnunaraðila eða aðstandenda ef einhver frávik verða sem gefa til kynna að einstaklingurinn sé ekki í sinni hefðbundnu rútínu.

Nánar »

Fyrir einstaklinga

Heimastoð er hönnuð til að auka lífsgæði fólks sem býr eitt, hvort sem um að ræða fötlun, sjúkdóma eða annað. Það styður einnig við aldraða sem vilja njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að búa heima eins lengi og kostur er.

Nánar »

Fyrir stofnanir

Heimastoð vaktar ýmsar breytur svo sem vatns- og rafmagnsnotkun og kemur upplýsingum um óeðlileg frávik til umönnunaraðila. Kerfið er beintengt við snjallsíma þess sem er skráður umsjónaraðili og fær sá skilaboð um leið og breytinga verður vart.

Nánar »

Alvican Öryggishnappur

Hnappurinn er öryggis- og talhnappur sem virkar hvar sem er - inni og úti. Fyrir þá sem vija vera frjálsir og fara hvert sem er. Einfaldar öll samskipti ef eitthvað kemur upp á. Hnappurinn er auðveldur í notkun og þægilegur að bera í daglegu lífi. Hann er með talrás, fallvara og staðsetningarbúnaði +/- 5 metra.

Nánar »

Fréttir

22.10.2020

Alvican bjöllukerfi

Alvican bjölluhnappurinn er nútímalegur og hugsaður til framtíðar, ásamt snjallsíma byggðu svörunarkefi sem tryggir hámarks virkni og sveigjanleika.
Vaktaðilar geta á einfaldan hátt séð öll boð, skipt með sér verkum og haft beinan aðgang að öllum upplýsingum.
Þeir geta hringt í skjólstæðingana og talað við þá hvar sem þeir eru staddir, inni eða úti. Að auki er stjórnborð á vefsíðu sem sýnir allt sem er í gangi, hægt er að skoða stjórnborðið á vaktherbergi og hjá stjórnendum.
Auðvelt er að skipta kerfinu upp í stórum byggingum þannig að boð fari ávalt styðstu leið til svarenda, einnig er auðvelt að beina boðum til annara deilda ef álag er mikið.
Öll boð fara samtímis í stjórnborðið og síma starfsfólks sem er á vakt. Við vaktaskipti endurforritast allir hnappar með viðeigandi upplýsingum.
Mikill vinnusparnaður skapast af kerfinu og starfólk hefur meiri tíma í umönnun.
Í viðbót við hnappinn er nú hægt að fá GSM borðhnapp með hátalar og armbönd með gömlu gerðinni af hnapp.
Hægt er að setja kerfið upp með annarhvorri gerð eða báðum samtímis.
Ef skjólstæðingarnir eru í sér húsnæði er hægt að beina boðum t.d. til ættingja á vissum tímum eða annara þjónustuaðila.
Hægt er að fá búnað sem talar við margvíslega skynjara, svo sem fallvara sem nemur ef fólk dettur á baðherbergi eða frammúr rúmi.
Hreyfinema sem lætur vita ef fólk er komið á ról og fl. Öll boð fara í stjórnborðið og til starfsfólks á vakt.
Kerfið getur einnig unnið með búnaði sem opnar dyr ef íbúi getur ekki opnað sjálfur og tækjum eins og lyfjaskammtara ef hann er til staðar.
Allt kerfið virkar óbreytt í straumleysi.
22.8.2020

Nýr búnaður tengist gáttinni

Nú getum við boðið Púls og Súrenismettunar mæli frá BerryMedical sem tengist gáttinni með Bluetooth og skráir mælingar sjálfvirkt. Þetta er mikið notað til að fylgjast með mögulegu Covid smiti. Nánar

10.4.2020

Samstarfsaðilar óskast

Ertu að leita að spennandi lokaverkefni? Við erum á kafi í DarkNet og Yolo forritun og þurfum að bæta við mönnum. Þetta eru heitustu tólin í myndgreiningu og gervigreind. Erum með Jetson Nano og Pi4 tengda við myndavélar og Tensor Flow Lite sem keyrir á örsmáum Appolo3 örgjörva.

1.2.2021

Ný þjónusta

Nú hefur Alvican hafið rekstur á svarþjónustu fyrir öryggishnappana. Útkallsþjónusta á höfuðborgarsvæðinu hefst svo í haust. Mikil aukning hefur verið á sölu hnappanna sem búnir eru GSM síma og GPS staðsetningartæki. Fólk vill geta verið öruggt þó það sé á ferð utandyra. Á norðurlöndum er þetta orðið mjög útbreytt og eykur lífsgæði eldra fólks.

26.3.2020

Ný sending af hnöppum

Ný sending er kominn af hjálparhnöppum. Þeir sem eiga pantanir geta haft samband. Við erum einnig að fá snertilausa hitamæla sem vottaðir eru til að mæla fólk. Erum einnig með búnað til að telja fólk inn og út af svæðum. Notar fullkomna gervigreind!

1.9.2019

Nýir ofurskynjara

Nú hefur Alvican fengið fyrstu ofurskynjarana þar sem gervigreind er innbyggð í skynjaran sjálfan. Örflaga skynjarans er það öflug að Tensorflow light forritið er innbyggt. Á undanförnum mánuðum hafa komið á markað örflögur sem munu valda byltingu í því sem hægt er að gera, þar sem áður þurfti skýja þjóna er nú hægt að ná sama árangri í skynjaranum sjálfum. Alvican er nú í fremstu röð fyrirtækja sem nota þessa tækni.

Margreynd tækni
og háþróuð gervigreind í einu snjöllu kerfi

Alvican vöktunarkerfið mælir og hefur stöðugt eftirlit með vatns- og rafmagnsnotkun.
Mælarnir eru settir upp á heimilinu og tengdir hugbúnaði með þægilegu notandaviðmóti.
Heimastoð gefur upplýsingar um eðlilega notkun og sendir SMS til aðstandanda ef að eitthvað óeðlilegt á sér stað.
Hægt er að stilla kerfið þannig að fjölskyldumeðlimir geta skipt með sér umsjóninni
á mismunandi tímabilum og auðvelt er að skoða gögnin og stilla kerfið.

Vaktar vatns og rafmagnsnotkun

Rafmangsvöktunin greinir rafmagnsnotkun og vatnsvöktunin fylgist með rennsli á vatni. Hugbúnaðurinn fylgist stanslaust með og greinir ef notkun er óeðlilega mikil eða óeðlilega lítil.

Sendir boð til umsjónaraðila

Kerfið fylgist stanslaust með öllum breytum í orkunotkun og sendir strax boð til aðstandanda ef að alvarleg frávik verða. Auðvelt er að stilla hvert á senda skilaboðin, hversu oft og hvenær . Heimastoð er alsjálfvirk, margreynd og áreiðanleg.

dashboard

Persónuvernd í hávegum höfð

Öll notkun og rútína einstaklingsins við sínar daglegu athafnir er skráð og eðlileg mynstur eru kortlögð. Allt gerist þetta án þess að notandinn verði þess var. Með Heimastoðni getur fólk því búið við öryggi án þess að ráðist sé inn á friðhelgi einkalífs þess með myndavélum eða hreyfiskynjurum.

Einfalt notendaviðmót

Alvican hugbúnaðurinn er einfaldur í notkun. Auðvelt er að stilla í hvern á að hringja og fylgjast með orkunotkun, rútínu og frávikum. Hægt er að skrá mismunandi notendur og geta fleiri en einn verið með aðgang að kerfinu.

Alvican Heimastoð

Kerfi hannað fyrir sjálfstæða einstaklinga

Alvican

Heimastoð

Kerfið er hannað sem stuðningur við fólk með skerta færni sem vill búa sjálfstætt og auka öryggi sitt.

Heimastoð hentar bæði fjölskyldum og opinberum aðilum.

Kerfið vaktar án þess að skerða persónufrelsi og styður við samhjálp ættingja.

Hægt er að bæta við ýmsum þjónustuliðum eins og heimsóknarkerfi, dagbók og skipulagskerfi.

Kerfið hentar einnig mjög vel til notkunar hjá félagasamtökum, í íbúakjörnum aldraða og fatlaðra.

Það einfaldar alla umsjá með öryggi íbúa og hefur gefið góða raun þar sem það hefur verið sett upp.

Öryggið sem fylgir því að hafa kerfið er augljóst og möguleikar eru á mikilli hagræðingu fyrir umönnunaraðila hvort heldur er fyrir einstakling sem býr einn eða hópa sem opinberir aðilar sinna.

dashboard

Heimastoð fyrir fjölskylduna

Alvican Heimastoð er hönnuð til að auka lífsgæði fólks með skerta færni sem býr eitt, hvort sem um fötlun, sjúkdóma eða annað er að ræða.
Það styður einnig við aldraða sem vilja njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að búa heima eins lengi og kostur er á öruggan hátt.

Alvican

Vaktar orkunotkun

Alvican Heimastoð vaktar ýmsar breytur svo sem vatns- og rafmagnsnotkun og kemur upplýsingum um óeðlileg frávik til umönnunaraðila. Kerfið lærir sjálft á rútínu notanda með gervigreind og metur hvað er eðlileg notkun hjá hverjum og einum.


Alvican

Auðveldar umönnun

Með Alvican Heimastoðni verður öll umsjón með öryggi ættingja léttari. Fjölskyldan getur verið viss um að fylgst er með öllum þeim þáttum sem tilheyra daglegu lífi og þau látin vita ef eitthvað ber útaf.


Alvican

Kerfið fylgist einnig með sjálfu sér

Kerfið gerir sífelldar kannanir á eigin getu til að bregðast við uppákomum og sendir frá sér neyðarkall sé eitthvað innan kerfisins sem er óvirkt eða virkar ekki sem skyldi.


dashboard
Alvican

Persónuvernd

Heimastoð fylgist með á heimilinu á þess að íbúi verði þess var. Þannig viðheldur fólk sínu persónulega frelsi en er um leið vaktað fyrir atvikum sem gefa til kynna frávik frá daglegum háttum. Kerfið er beintengt við snjallsíma þess sem er skráður umsjónaraðili og fær sá skilaboð um leið og breytinga verður vart.


Alvican

Einfalt notendaviðmót – beint í snjallsíma

Viðmót kerfisins er auðskilið og einfalt að setja upp á snjallsíma ættingja, vina eða eftirlitsaðila. Heimastoð býður uppá ýmsa valkosti hvað varðar umönnun, skipulag heimsókna og fleira.


Heimastoð fyrir félagasamtök eða opinbera aðila

Alvican Heimastoð vaktar ýmsar breytur svo sem vatns- og rafmagnsnotkun og kemur upplýsingum um óeðlileg frávik til umönnunaraðila.
Kerfið lærir sjálft á rútínu notanda með gerfigreind og metur hvað er eðlileg notkun hjá hverjum og einum.

Alvican

Persónuvernd

Heimastoð fylgist með á heimilinu án þess að íbúi verði þess var.
Þannig viðheldur fólk sínu persónulega frelsi en er um leið vaktað fyrir atvikum sem gefa til kynna frávik frá daglegum háttum.
Kerfið er beintengt við snjallsíma þess sem er skráður umsjónaraðili og fær sá skilaboð um leið og breytinga verður vart.


Alvican

Sjálfvirkar tilkynningar

Heimastoð lætur vita um frávik eftir fyrirfram mótuðum leiðum til eins eða fleiri aðila.
Slík frávik geta gefið til kynna hugsanlegt hættuástand og gefa umönnunaraðilanum
færi á að bregðast við þótt íbúinn hafi sjálfur ekki haft tök á að leita sér hjálpar.

Einn af mörgum kostum Heimastoðarinnar er að ekki þarf að senda grunngögnin út úr húsi heldur vinnur gerfigreindin úr gögnunum og sendir aðeins út tilkynningar reynist þess þörf.

dashboard
Alvican

Einfalt notendaviðmót – beint í snjallsíma

Viðmót kerfisins er auðskilið og auðuppsett á snjallsíma eftirlitsaðila og býður uppá ýmsa valkosti hvað varðar umönnun, skipulag heimsókna og fleira.

Þá er kerfið hannað til þess að bregðast við breyttum aðstæðum með fjölgun eða fækkun eftirlitsnema, eftirlitsaðila og allra annarra breyta fyrirhafnarlítið.


Alvican

Kerfið fylgist einnig með sjálfu sér

Kerfið gerir sífelldar kannanir á eigin getu til að bregðast við uppákomum og sendir frá sér neyðarkall sé eitthvað innan kerfisins sem er óvirkt eða virkar ekki sem skyldi.


Alvican

Fjölbreyttir tengimöguleikar

Hægt er að tengja fleiri skynjara við kerfið og getur það þá einnig vaktað hreyfingu, hitabreytingar, raddskipanir, ýmis lífsmörk sjúklinga o.fl., eftir því hversu mikilli vöktun er óskað eftir.
Fer það eftir aðstæðum hvers og eins.


Um Alvican

Alvican

Upphafið

Árið 2015 héldu höfuðborgir norðurlanda samkeppni um launsir á velferðasviði sem kallaðist The Nordic Independen Living Challenge.

Media móðurfélag Alvican ásamt Nýsköpunarmistöð Íslands og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sendu inn tillögu að verkefni sem valið var í keppnina. Síðan stofnuðu Media og Nýsköpunarmiðstöð félagið E21-Butler til að vinna áfram í verkefninu. Tvö félög gerðust svo aðilar að verkefninu, Falck a/s og Philips. Verkefnið komst í úrslit keppninnar sem lauk í júní 2016. Í ágúst 2016 keypti svo Media allt hlutafé í E21-Butler sem nú hefur fengið nafnið ALVICAN EHF og rekur sem dótturfélag.

Alvican

Stuðningur

Verkefnið hefur fengið stuðning frá Átaki til atvinnusköpunar og nú síðast hámarksstyrk frá Tækniðþróunarsjóði sem gerir félaginu kleyft að koma framleiðslu búnaðar af stað. Einnig er félagið að vinna í A hluta fjármögnunar sem ljúka á fyrir áramót auk þess sem B hluti fjármögnunar er áætlaður um mitt ár 2021.

Alvican

Tengjanleiki

Okkar kerfi eru hönnuð með það í huga að hægt sé að tengja aðrar tegundir skynjara við þau ásamt tæknibúnaði frá þriðja aðila.
Vöktunarkerfi okkar eru því skalanleg og geta sinnt auknum þörfum og fylgt tækniþróun umhverfisins.

Alvican

Starfsemi

Alvican er með starfsemi á Íslandi og í Kína.
Vöruþróun, hugbúnaðargerð, sala og þjónusta eiga sér að mestu stað á Íslandi en starfsmaður okkar í Kína er í nánu samstarfi við framleiðendur og verktaka þar í landi.
Félagi þróar lausnir fyrir velferðakerfið og aldraða.

Teymið

Þeir sem standa bakvið verkefnið.

Arnar Ægisson

Framkvæmdastjóri

Halldór Axelsson

Tæknistjóri

Axel Halldórsson

ForritariBrandur Karlsson

Þjónustustjóri

Þórir Jónsson

Tæknimaður

Hafið samband

Alvican, ehf.
HÁTÚN 12 2 FL,
105 REYKJAVIK, Ísland
S: 4922000 G: 6472000
Sendið okkur póst

Eða fylgið okkur á samfélagsmiðlum

© 2020 Alvican